Rætt um skattamál á Alþingi

Frá Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir miðju. Árni Páll …
Frá Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir miðju. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra er honum á hægri hönd og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vinstra megin við Steingrím. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Hlé hef­ur verið gert á umræðum um Ices­a­ve-samn­ing­ana á Alþingi og er umræða um skatta­mál haf­in. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra hef­ur mælt fyr­ir frum­varpi um ráðstafn­ir í skatta­mál­um, hækk­un gjalda og breyt­inga á skatta­lög­um.

Í frum­varp­inu eru lagðar til breyt­ing­ar á ýms­um lög­um er varða tekju­öfl­un rík­is­sjóðs í sam­ræmi við for­send­ur fjár­laga­frum­varps fyr­ir árið 2010 og að teknu til­liti til breyt­inga á áform­um stjórn­valda varðandi ein­staka tekjuliði, að því er fram kem­ur í at­huga­semd­um frum­varps­ins.

Frum­varpið fel­ur einkum í sér ýms­ar breyt­ing­ar á sviði óbeinna skatta. Sam­an­lagt eru þess­ar breyt­ing­ar tald­ar skila rík­is­sjóði 14,7 millj­örðum kr. á heilu ári. Tekju­áhrif­in árið 2010 verða held­ur minni, 13,9 millj­arðar kr., vegna þess að lagt er til að breyt­ing á virðis­auka­skatti komi fram í tveim­ur áföng­um, þ.e. 1. janú­ar og 1. mars 2010. Áhrif þess­ara breyt­inga á verðlag eru áætluð 0,85% verði frum­varpið óbreytt að lög­um, þar af gætu 0,45% komið fram í des­em­ber og janú­ar, en 0,4% í mars þegar seinni áfangi í breyt­ing­um virðis­auka­skatts kem­ur til fram­kvæmda.

Nán­ar um frum­varpið á vef Alþing­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert