Rætt um skattamál á Alþingi

Frá Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir miðju. Árni Páll …
Frá Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir miðju. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra er honum á hægri hönd og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vinstra megin við Steingrím. Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Hlé hefur verið gert á umræðum um Icesave-samningana á Alþingi og er umræða um skattamál hafin. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um ráðstafnir í skattamálum, hækkun gjalda og breytinga á skattalögum.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum er varða tekjuöflun ríkissjóðs í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2010 og að teknu tilliti til breytinga á áformum stjórnvalda varðandi einstaka tekjuliði, að því er fram kemur í athugasemdum frumvarpsins.

Frumvarpið felur einkum í sér ýmsar breytingar á sviði óbeinna skatta. Samanlagt eru þessar breytingar taldar skila ríkissjóði 14,7 milljörðum kr. á heilu ári. Tekjuáhrifin árið 2010 verða heldur minni, 13,9 milljarðar kr., vegna þess að lagt er til að breyting á virðisaukaskatti komi fram í tveimur áföngum, þ.e. 1. janúar og 1. mars 2010. Áhrif þessara breytinga á verðlag eru áætluð 0,85% verði frumvarpið óbreytt að lögum, þar af gætu 0,45% komið fram í desember og janúar, en 0,4% í mars þegar seinni áfangi í breytingum virðisaukaskatts kemur til framkvæmda.

Nánar um frumvarpið á vef Alþingis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert