Skattafrumvörp til nefndar

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Fyrstu umræðu um skattafrum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar lauk á Alþingi á fimmta tím­an­um og voru frum­vörp­in, sem eru þrjú, send til efna­hags- og skatta­nefnd­ar.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði að miðað við það hversu um­fangs­mikl­ar ráðstaf­an­irn­ar í skatta­mál­um væru hefði þjóðin tekið þeim af mik­illi skyn­semi og ekki hefði orðið það fjaðrafok, seim ein­hverj­ir héldu að yrði. „Sum­ir höfðu und­ir­búið sam­visku­sam­lega vik­urn­ar áður en þetta var kynnt að hinn hroðal­eg­asti skatt­mann allra tíma væri mætt­ur á sviðið," sagði Stein­grím­ur. 

Stein­grím­ur sagðist hafa skoðað all­mörg dæmi um þau áhrif, sem fyr­ir­hugaðar skatta­laga­breyt­ing­ar muni hafa, og niðurstaðan væri sú að skatt­byrðin fari að aukast þegar komið væri upp í milli­tekj­ur og vaxi síðan eft­ir það. Þó yrðu tekju­há heim­ili yrðu að há­marki fyr­ir um 3% þyng­ingu skatt­byrði miðað við heild­ar­tekj­ur og al­gengt væri að í milli­tekju­hóp­um vaxi skatt­byrðin um 1-2%.

„Það gladdi mig mjög þegar ég fékk um dag­inn eitt af fjöl­mörg­um bréf­um þar sem ung fjöl­skylda hafði reiknað út sína skatt­byrði út frá þeim til­lög­um, sem kynnt­ar höfðu verið. Þar er  ann­ar aðil­inn, reynd­ar eig­in­kon­an í þessu til­felli, að afla meg­in­hluta tekn­anna og fjöl­skyldu­tekj­urn­ar eru á bil­inu 700 þúsund til 1 millj­ón á mánuði. Það kom ná­kvæm­lega út rétt niðurstaða hjá þess­ari glöggu mann­eskju, að skatt­byrði þess heim­il­is var að aukast um 2-2,5% af heild­ar­tekj­um og það fannst viðkom­andi sann­gjarnt og sagði: Þetta ráðum við vel við.

Mikið væri nú gam­an ef sem flest­ir gætu tekið þessu svona: Að vera til­bún­ir að leggja sitt að mörk­um enda sé það hóf­legt og sann­gjarnt miðað við þær aðstæður og það verk­efni sem við stönd­um frammi fyr­ir," sagði Stein­grím­ur.

Hann bætti við, að þetta sýndi enn og aft­ur hversu skyn­söm og sterk þjóðin væri og gerði sér grein fyr­ir, að hún yrði að leggja dá­lítið á sig meðan að tíma­bundið væri gengið gegn­um erfiðasta tím­ann, sem yrði 2-3 ár.

End­ur­skoðun skatt­kerf­is að hefjast

Stein­grím­ur sagði, að til stæði heild­stæð end­ur­skoðun á skatt­kerf­inu, sem myndi hefjast í byrj­un næsta árs, þar á meðal skoða mögu­leika á að samþætta í einn breiðan tekju­stofn bæði launa­tekj­ur og fjár­magn­s­tekj­ur með til­tekn­um reikniaðferðum, sem færi skatt­byrðina með rétt­lát­um hætti á efri hluta tekju­bils­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert