Óefnislegar eignir 365 miðla ehf., þ.e. viðskiptavild og fleira, nema 5,7 milljörðum króna. Heildareignir fyrirtækisins, sem var sameinað Rauðsól, eignarhaldsfélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, nema 8,4 milljörðum króna. Eru óefnislegar eignir því tæplega 70% af eignum fyrirtækisins.
Skuldir 365 miðla, sem reka m.a. Fréttablaðið og Stöð 2, eru 7,4 milljarðar króna. Rekstrarhagnaður ársins 2008, samkvæmt ársreikningi, nam 398 milljónum króna.
Þá kemur fram í fyrrnefndum ársreikningi að nauðsynlegt verði að styrkja eigið fé félagsins um einn milljarð króna fyrir 1. apríl, eigi Landsbankinn ekki að gjaldfella 4,2 milljarða króna skuld þess. Tap 365 miðla ehf. eftir skatta nam 1,7 milljörðum króna árið 2008.
Sjá nánari umfjöllun um fjármál 365 miðla í Morgunblaðinu í dag.