Þingfundur hófst á Alþingi kl. 10 í morgun með umræðum um Icesave-samningana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins tók fyrstur til máls. Önnur mál, m.a. skattamál, eru einnig á dagskrá þingsins í dag.
Í gær náðist samkomulag á milli formanna stjórnmálaflokkanna um afgreiðslu Icesave-málsins úr 2. umræðu.
Í samkomulaginu mun m.a. felast að 2. umræðu ljúki á þriðjudag og að frumvarpið fari þá til fjárlaganefndar. Einnig að fjárlaganefnd fari lið fyrir lið í gegnum þau 16 atriði sem stjórnarandstaðan kynnti í yfirlýsingu í gær. Fjárlaganefnd á að fá þann tíma sem hún þarf til þess. Einnig mun eiga að fá enska lögfræðistofu til að fara yfir samningana.