Uppgerð Ziemsen húss er lokið

Ziemsenhúsið hefur verið endurbyggt á Grófartorgi.
Ziemsenhúsið hefur verið endurbyggt á Grófartorgi. Árni Sæberg

End­ur­bygg­ingu Ziemsen húss­ins er nú lokið. Það var upp­haf­lega byggt í tveim­ur áföng­um við Hafn­ar­stræti 21 en hef­ur nú verið end­ur­byggt við Vest­ur­götu 2a, í Gróf­inni. Húsið er nú til sölu og ann­ast Eignamiðlun söl­una. 

Í grein­ar­gerð Þor­steins Bergs­son­ar hjá Minja­vernd hf. um end­ur­bygg­ingu húss­ins kem­ur m.a. fram að húsið hafi verið komið í end­an­lega mynd árið 1899 og sé því 110 ára á þessu ári. Ýmis­legt bend­ir til að syðri hluti húss­ins sé að stofni til frá 1835, byggður af Bjarna Si­vertsen. 

Húsið var alltaf versl­un­ar­hús. Lengst var Thomsen kaupmaður þar með versl­un. Borg­ar­bíla­stöðin var einnig í hús­inu og Járn­vöru­versl­un Ziemsen. Húsið var fyr­ir þegar til stóð að byggja nýj­ar höfuðstöðvar Lands­bank­ans í miðborg­inni. Það var flutt út á Granda til geymslu en var svo flutt á Gróf­ar­torg.

Minja­vernd hf. hef­ur borið ábyrgð á end­ur­bygg­ingu húss­ins og fjár­magnaða hana með liðsinni Virðing­ar og Íslands­banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert