Hátt á níunda þúsund manns hafa flutt frá Íslandi frá áramótum. Flestir fara til Noregs. Um helmingur þeirra sem hafa gefist upp á Íslandi eru með íslenskt ríkisfang. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps.
Samkvæmt nýrri könnun Credit info hafa 8.438 flust héðan
til annarra landa á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Þetta er svipaður
fjöldi og í fyrra en munurinn er sá að í ár flytja hlutfallslega mun
fleiri Íslendingar úr landi en áður, segir á vef RÚV.