Íslendingar munu draga úr losun

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslendingar munu boða að þeir ætli að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á ráðstefnu aðildarríkja loftssagssáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefst á morgun í Kaupmannahöfn, að því er Ríkisútvarpið greindi frá.

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagði í samtali við RÚV að orðspor Íslendinga mætti ekki við þeim hnekki sem fylgdi ósk um undanþágu á ráðstefnunni ofan á annað sem gengið hafi á.

Þessi afstaða er í samræmi við yfirlýsingu Svandísar á umhverfisþingi í byrjun október síðastliðins. Þá kvaðst hún ekki ætla að biðja um undanþágur fyrir stóriðju eða aðra starfsemi á Íslandi á ráðstefunni í Kaupmannahöfn þar sem ganga á frá nýju samkomulagi sem taki við af Kýótó-bókuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka