Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Grindavík hittast á fundi í kvöld kl. 20. Hörður Guðbrandsson oddviti Samfylkingarinnar telur allar líkur á að þá verði gengið frá nýju meirihlutasamstarfi flokkanna.
Bæjarfulltrúar VG í Grindavík sendu frá sér tilkynningu síðastliðinn föstudag þar sem fram kom að þeir styddu ekki lengur meirihluta Framsóknarflokks og Samfylkingar í bæjarstjórn Grindavíkur.
Þeir óskuðu eftir viðræðum við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu um
meirihlutasamstarf. Þetta kom fram á vef bæjarfélagsins. Samfylkingin
er með einn bæjarfulltrúa en framsókn tvo. Bæjarfulltrúar VG eru tveir
og Sjálfstæðisflokkurinn er með tvo bæjarfulltrúa.