57 milljarða gjaldeyrisviðskipti rannsökuð

Reuters

Heild­ar­fjár­hæð þeirra viðskipta sem Seðlabank­inn er með til at­hug­un­ar vegna gruns um brot á gjald­eyr­is­höft­un­um nem­ur sam­tals 57.557.286.955 krón­um. Þá bíða um 100 ný mál  frek­ari úr­vinnslu hjá gjald­eyris­eft­ir­liti Seðlabank­ans.

Þetta kem­ur fram í svari viðskiptaráðherra við fyr­ir­spurn frá Ásbirni Ótt­ars­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi. 110 fyr­ir­tæki  sæta rann­sókn en þau eru með tæp­lega 92% af heild­ar­fjár­hæðinni en 134 ein­stak­ling­ar, sem eru með 8% af heild­ar­fjár­hæðinni, eru einnig til rann­sókn­ar.

Tíma­bil þess­ara meintu brota nær frá setn­ingu gjald­eyr­is­regln­anna 28. nóv­em­ber 2008 til 1. októ­ber sl. Í svar­inu seg­ir, að fjöldi mála og heild­ar­fjár­hæðir muni aukast um­tals­vert þegar fram líði stund­ir að því er Seðlabank­inn tel­ur. Auk þeirra mála, sem bíða úr­vinnslu hafa þau mál, sem nú eru til skoðunar, ekki verið full­rann­sökuð og því sé ljóst að heild­ar­fjár­hæð meintra brota á regl­um um gjald­eyr­is­mál mun verða um­tals­vert hærri. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert