Af Hrafnistu á Landakot

Hrafnista í Reykjavík
Hrafnista í Reykjavík Árvakur/ÞÖK

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Hrafnistu í Reykjavík í byrjun næsta árs, sem munu meðal annars hafa í för með sér að rýmum fækkar um 30 og stöðugildum í samræmi við það.

Framkvæmdirnar eru stærsti einstaki áfangi breytinga sem hafa átt sér stað á Hrafnistu í Reykjavík frá árinu 2007, en gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar hefjist á ný í febrúar.

„Markmið breytinganna er að koma betur til móts við vaxandi kröfur nútímans um aðbúnað aldraðra og yfirlýst markmið Hrafnistu um að vera leiðandi í þjónustu og umönnun aldraðra,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna.

Breytingarnar á næsta ári varða F-álmu Hrafnistuheimilisins í Reykjavík, en í álmunni eru 58 rými. Ætlunin er að stækka og bæta aðbúnað í herbergjum álmunnar, en við breytingarnar fækkar rýmum varanlega um 30.

 Flytja heimilismenn á Landakot

Að auki þarf að flytja til 20 til 30 heimilismenn á meðan framkvæmdir standa yfir, segir Pétur. Þeir verða annars vegar fluttir til innan Hrafnistu og hins vegar yfir á Landakot, en tekist hafa samningar um að leigja þar deild sem ekki er í notkun.

Pétur reiknar með að fækkun rýma á næsta ári þýði að stöðugildum á Hrafnistu í Reykjavík fækki um tíu, en alls starfa rúmlega 400 á heimilinu. Pétur segir að frekar en að segja fólki upp verði reynt að færa það til í störfum, ráða ekki í stað þeirra sem hætta og framlengja síður tímabundna samninga.

Breytingarnar á næsta ári munu kosta um 300 milljónir, en eins og áður segir eru fyrirhugaðar breytingar hluti af breytingum sem staðið hafa yfir á Hrafnistu í Reykjavík undanfarin ár og miða m.a. að því að sameina og stækka herbergi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert