Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarflokkanna vera að hlaupast undan merkjum og semja við sig innbyrðis, hvað varðar afgreiðslu Icesave-málsins. „Eins og staðan er núna, að þá verður að segjast hreint út að þá er þetta svolítið óljóst.“
Óljóst sé hvernig fundi fjárlaganefndar hafi lokið í morgun, segir Þorgerður Katrín.
Þingfundur hófst á ný kl. 21 í kvöld en þar er Icesave-frumvarpið til umræðu.
„Það er greinilegt að hluti stjórnarmeirihlutans telur að stjórnarmeirihlutinn hafi samið af sér í við okkur í stjórnarandstöðunni, þegar við vildum einfaldlega framfylgja okkar kröfu,“ sagði Þorgerður.
Hún las upp 16 atriði sem stjórnarandstaðan vill að fjárlaganefnd Alþingis skoði í störfum sínum, og eftir atvikum efnahags- og skattanefnd og jafnvel utanríkismálanefnd.
Þorgerður Katrín segir málið ekki snúast um stjórn eða stjórnarandstöðu. „Þetta snýst um það að við förum betur yfir málið, og það sé hlustað á þá fræðimenn sem aðra í samfélaginu sem eru að koma í sífellu með ábendingar varðandi Icesave-samkomulagið. Hverni það megi betur fara.“
„Þannig að verði engin sýndarmennska, og menn afgreiði bara málið. Taki þetta inn í nefnd og segi: „Já fínt, við erum búin að fara yfir þessi atriði. Tveir tímar, búið.“ Við viljum enga sýndarmennsku, takk fyrir.“