Ágreiningurinn leystur

Icesave
Icesave

Ágrein­ing­ur um af­greiðslu Ices­a­ve-frum­varps­ins inn­an fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is hef­ur verið leyst­ur. Nefnd­in fer nú yfir at­huga­semd­ir stjórn­ar­and­stöðunn­ar og skil­ar niður­stöðu áður en at­kvæði verða greidd um frum­varpið, lík­lega i næstu viku. Breska lög­manns­stof­an Mis­hchon de Reya mun fara yfir málið.

Ann­arri umræðu um Ices­a­ve-málið var haldið áfram kl. 21:01 í kvöld. Hlé var gert á þing­fundi kl. 21:59 og hófst umræðan aft­ur kl. 22:19.

Guðbjart­ur Hann­es­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar, las þá yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kom að málsmeðferð í fjár­laga­nefnd muni byggja á til­lög­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar. Að öðru leyti verði leitað sam­komu­lags um þau atriði sem taka þarf ákvörðun um.

Hann sagði að varðandi lög­fræðiálit yrði leitað til Mis­hchon de Reya, en samn­inga­nefnd rík­is­stjórn­ar­inn­ar leitaði til henn­ar á fyrri stig­um máls­ins. Sá fyr­ir­vari er sett­ur að lög­manns­stof­an samþykki að taka að sér verk­efnið, einnig að hún krefj­ist ekki meira fyr­ir vinnu sína en sam­bæri­leg­ar stof­ur eru til­bún­ar að vinna verkið fyr­ir.

„Aðilar eru sam­mála um þessi atriði og eru þau lögð hér inn í umræðuna í von um og ósk og vissu um að það muni liðka fyr­ir umræðum hér í þing­inu þannig að málið kom­ist til umræðu í fjár­laga­nefnd og af­greiðslu í fram­hald­inu,“ sagði Guðbjart­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert