Ákvörðunar að vænta í mars

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins. Reuters

Útlit er fyrir að Evrópusambandið muni ákveða í mars nk. hvenær aðildarviðræður Íslands og ESB hefjist formlega. Þetta kom fram á fundi utanríkisráðherra ESB í dag, en þar var einnig fjallað um umsókn Makedóníu.

Makedóníumenn bundu vonir við það að leiðtogar ESB myndu ákveða í þessari viku hvenær formlegar viðræður myndu hefjast. Nú hefur hins vegar verið lagt til að fjallað verði um umsóknir Makedóníumanna og Íslendinga í mars nk.

Þetta kemur fram á vef Reutersfréttastofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert