Drekka minna en borga meira

Sala áfengis fyrstu 11 mánuði ársins er 1,8% minni í …
Sala áfengis fyrstu 11 mánuði ársins er 1,8% minni í magni talið en sömu mánuði árið 2008. mbl.is/Árni Sæberg

Sala áfengis fyrstu 11 mánuði ársins er 1,8% minni í magni talið en sömu mánuði árið 2008. Þetta kemur fram í yfirliti Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Framan af árinu virtust áhrif mikilla verðhækkana á áfengi ekki ætla að verða mikil en nú virðast áhrifin koma fram af fullum þunga í sölutölum.

Verðhækkanirnar hafa einnig leitt til þess að sala ÁTVR í krónum talið er umtalsvert meiri á þessu ári en í fyrra, eða sem nemur þremur milljörðum króna.

Fyrstu 11 mánuði þessa árs seldi fyrirtækið áfengi fyrir 18 milljarða og 474 milljónir króna. Sömu mánuði í fyrra var selt áfengi fyrir 15 milljarða og 473 milljónir.

Á árinu hefur sala á rauðvíni dregist saman en sala á hvítvíni aukist. Sala á sterku áfengi, þ.e. ókrydduðu brennivíni og vodka, hefur dregist saman um 11,5% í magni. Enn meiri samdráttur hefur orðið í sölu blandaðra sterkra drykkja eða 37%.

Sala á áfengi dróst saman um 4,1% í nýliðnum nóvember

Meira er drukkið af hvítvíni

Fyrri verðhækkunin var í desember í fyrra þegar Alþingi samþykkti 12,5% hækkun á áfengisgjaldi. Seinni hækkunin varð í maí sl. þegar Alþingi samþykkti 15% hækkun á gjöldum á áfengi og tóbaki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert