Drekka minna en borga meira

Sala áfengis fyrstu 11 mánuði ársins er 1,8% minni í …
Sala áfengis fyrstu 11 mánuði ársins er 1,8% minni í magni talið en sömu mánuði árið 2008. mbl.is/Árni Sæberg

Sala áfeng­is fyrstu 11 mánuði árs­ins er 1,8% minni í magni talið en sömu mánuði árið 2008. Þetta kem­ur fram í yf­ir­liti Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins. Fram­an af ár­inu virt­ust áhrif mik­illa verðhækk­ana á áfengi ekki ætla að verða mik­il en nú virðast áhrif­in koma fram af full­um þunga í sölu­töl­um.

Verðhækk­an­irn­ar hafa einnig leitt til þess að sala ÁTVR í krón­um talið er um­tals­vert meiri á þessu ári en í fyrra, eða sem nem­ur þrem­ur millj­örðum króna.

Fyrstu 11 mánuði þessa árs seldi fyr­ir­tækið áfengi fyr­ir 18 millj­arða og 474 millj­ón­ir króna. Sömu mánuði í fyrra var selt áfengi fyr­ir 15 millj­arða og 473 millj­ón­ir.

Á ár­inu hef­ur sala á rauðvíni dreg­ist sam­an en sala á hvít­víni auk­ist. Sala á sterku áfengi, þ.e. ókrydduðu brenni­víni og vod­ka, hef­ur dreg­ist sam­an um 11,5% í magni. Enn meiri sam­drátt­ur hef­ur orðið í sölu blandaðra sterkra drykkja eða 37%.

Sala á áfengi dróst sam­an um 4,1% í nýliðnum nóv­em­ber

Meira er drukkið af hvít­víni

Fyrri verðhækk­un­in var í des­em­ber í fyrra þegar Alþingi samþykkti 12,5% hækk­un á áfeng­is­gjaldi. Seinni hækk­un­in varð í maí sl. þegar Alþingi samþykkti 15% hækk­un á gjöld­um á áfengi og tób­aki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert