Ekkert vandamál af hálfu VG

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Eggert

„Að minnsta kosti liggur það ljóst fyrir að það er ekki vandamál af okkar hálfu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í kvöld um það samkomulag sem náðist um helgina um afgreiðslu Icesave-málsins úr 2. umræðu þingsins.

„Þetta samkomulag sem forsetinn hafði forystu um að gera við forystumenn stjórnarandstöðunnar og undirritað var, var síðan borið undir mig. Ég féllst á það fyrir mitt leyti og er aðili að því. Að minnsta kosti liggur það ljóst fyrir að það er ekki vandamál af okkar hálfu. Ég hef ekki vitað annað en að eftir því væri unnið,“ sagði Steingrímur.

„Ég hafði í framhaldinu samband við formann fjárlaganefndar og hann taldi að það væru engin vandkvæði því samfara að nefndin gæti unnið úr þeim óskum sem  þar voru settar á blað, þegar málið yrði komið til nefndarinnar. Þannig skildi ég grundvöll samkomulagsins og skil enn,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert