Fundað um Icesave utan þingsals

Icesave er enn til umræðu á Alþingi.
Icesave er enn til umræðu á Alþingi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Formenn þingflokka áttu í dag fund með forseta Alþingis um atburði morgunsins í fjárlaganefnd. Í kjölfarið funduðu formenn flokkanna og á næsta klukkutíma munu fulltrúar flokkanna í fjárlaganefnd setjast niður og ræða málin. Einn nefndarmanna telur þó alls óvíst að niðurstaða fáist. Trúlegt er talið að Icesave komist aftur á dagskrá á milli sex og sjö.

Fulltrúar flokkanna í fjárlaganefnd munu reyna að festa niður meðferð málsins í nefndinni, þ.e. í samræmi við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu frá því um helgina. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir óvíst um lyktir málsins eins og staðan er núna.

Engu breytir þó um hver niðurstaða fundarins verður. Eftir að umræður um þrjú frumvörp félagsmálaráðherra - um atvinnuleysistryggingar, almannatryggingar og eftirlaun til aldraðra - klárast verður frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindingana sett aftur á dagskrá. Það verður svo rætt fram á kvöld.

Forseti Alþingis sagði við upphaf þingfundar í dag að miðað væri við að þingfundur stæði til klukkan átta í kvöld, en litið yrði svo að á ef fundurinn drægist væri það með vilja formanna flokkanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert