Óformlegum fundi fjárlaganefndar, sem hófst um kl. 17:30, er nú lokið. Þar komu saman fulltrúar allra flokka á Alþingi til að ræða hvernig komast megi að samkomulagi varðandi afgreiðslu Icesave frumvarpsins á þing. Engin sameiginleg niðurstaða náðist á fundinum.
Guðjbartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður nefndarinnar, Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður nefndarinnar, Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sátu fundinn. Ekki hefur náðst í þingmennina.