Greiða fyrirfram vegna raforku

Frá undirskrift samkomulagsins í morgun
Frá undirskrift samkomulagsins í morgun

Nokkr­ir af stærstu not­end­um raf­orku í land­inu hafa fall­ist á að greiða fyr­ir­fram ár­lega sam­tals 1200 millj­ón­ir króna á næstu þrem­ur árum upp í vænt­an­lega álagn­ingu á tekju­skatti og öðrum op­in­ber­um gjöld­um á ár­un­um 2013-2018.

Fjár­málaráðherra, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son og iðnaðarráðherra, Katrín Júlí­us­dótt­ir, ann­ars veg­ar, og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og stór­not­end­ur raf­orku, hins veg­ar, und­ir­rituðu í dag sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu um ráðstaf­an­ir til að mæta erfiðri stöðu rík­is­stjóðs og til að stuðla að aukn­um fjár­fest­ing­um í at­vinnu­líf­inu.

1.200 millj­ón­ir greidd­ar fyr­ir­fram

Í yf­ir­lýs­ing­unni kem­ur m.a. fram að vegna mik­ils sam­drátt­ar í efna­hags­líf­inu og erfiðrar stöðu rík­is­sjóðs í kjöl­far hans hafi það orðið að sam­komu­lagi við nokkra af stærstu not­end­um raf­orku í land­inu að þeir greiði fyr­ir­fram ár­lega sam­tals 1200 millj­ón­ir króna á ár­un­um 2010, 2011 og 2012 upp í vænt­an­lega álagn­ingu á tekju­skatti og öðrum op­in­ber­um gjöld­um á ár­un­um 2013-2018.

Fyr­ir­fram­greiðslan skipt­ist milli aðila í hlut­falli við raf­orku­notk­un og er bund­in við upp­gjörs­mynt þeirra fyr­ir­tækja sem í hlut eiga. Þetta fyr­ir­komu­lag, ásamt skött­um á raf­orku og kol­efn­is­los­un vegna fljót­andi eldsneyt­is, sem lagðir verða á með sér­stök­um lög­um, mun standa í 3 ár frá ár­inu 2010 að telja. Í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar verður lagt fram á Alþingi frum­varp til laga þar sem nán­ar er kveðið á um fram­an­greinda fyr­ir­fram­greiðslu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Jafn­framt kem­ur fram í yf­ir­lýs­ing­unni að rík­is­stjórn­in mun leggja fram í upp­hafi vorþings 2010 frum­varp til laga um íviln­an­ir vegna fjár­fest­inga á Íslandi. Mark­mið þeirra laga verður að örva fjár­fest­ingu í at­vinnu­rekstri hér á landi og að tryggja mark­vissa beit­ingu hvata til fjár­fest­inga, inn­an þess ramma sem ákvæði EES samn­ings­ins setja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert