Í ljós hefur komið að flugeldur var ekki sprengdur inni á salerni Hagaskóla í dag heldur var kveikt í heimatilbúinni reykbombu. Reykræsting tók um 15 mínútur. Kennsla var felld niður eftir atvikið sem varð um klukkan 14, þegar ein kennslustund var eftir af skóladeginum.
Viðbragðsáætlun þótti taka vel en samkvæmt upplýsingum frá skólanum kemur slökkvilið ávallt á staðinn í tilvikum sem þessum. Engar skemmdir urðu á húsnæði skólans. Lögregla er að skoða þær vísbendingar sem fyrir liggja.
Kennsla verður með eðlilegum hætti á morgun, þriðjudag.