Meðallaun ríkisstarfsmanna 458 þúsund á mánuði

Meðallaun rík­is­starfs­manna voru 458 þúsund krón­ur á mánuði miðað við  fyrstu 10 mánuði árs­ins. Þetta kem­ur fram í at­huga­semd, sem fjár­málaráðuneytið hef­ur gert við frétt Viðskipta­blaðsins og leiðara­skrif í Frétta­blaðinu.

Ráðuneytið seg­ir, að Viðskipta­blaðið hafi kom­ist að rangri niður­stöðu við út­reikn­ing á meðallaun­um rík­is­starfs­manna í frétt þann 19. nóv­em­ber sl. þar sem sagði að þau væru 527 þúsund krón­ur á mánuði. Þá hafi Mar­grét Krist­manns­dótt­ir skrifað leiðara í Frétta­blaðið 30. nóv­em­ber þar sem vísað var hún til fyrr­greind­ar frétt­ar Viðskipta­blaðsins. Seg­ir fjár­málaráðuneytið, að Mar­grét dragi af henni þá röngu álykt­un að rík­is­starfs­menn hafi ekki þurft að taka á sig kjara­skerðingu í kjöl­far efna­hags­hruns­ins.

„Aðhaldsaðgerðir við rekst­ur rík­is­ins hafa því miður leitt til launa- og kjara­skerðing­ar hjá rík­is­starfs­mönn­um þrátt fyr­ir að álag á þá hafi aldrei verið meira," seg­ir fjár­málaráðuneytið.

At­huga­semd fjár­málaráðuneyt­is­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert