Meðallaun ríkisstarfsmanna 458 þúsund á mánuði

Meðallaun ríkisstarfsmanna voru 458 þúsund krónur á mánuði miðað við  fyrstu 10 mánuði ársins. Þetta kemur fram í athugasemd, sem fjármálaráðuneytið hefur gert við frétt Viðskiptablaðsins og leiðaraskrif í Fréttablaðinu.

Ráðuneytið segir, að Viðskiptablaðið hafi komist að rangri niðurstöðu við útreikning á meðallaunum ríkisstarfsmanna í frétt þann 19. nóvember sl. þar sem sagði að þau væru 527 þúsund krónur á mánuði. Þá hafi Margrét Kristmannsdóttir skrifað leiðara í Fréttablaðið 30. nóvember þar sem vísað var hún til fyrrgreindar fréttar Viðskiptablaðsins. Segir fjármálaráðuneytið, að Margrét dragi af henni þá röngu ályktun að ríkisstarfsmenn hafi ekki þurft að taka á sig kjaraskerðingu í kjölfar efnahagshrunsins.

„Aðhaldsaðgerðir við rekstur ríkisins hafa því miður leitt til launa- og kjaraskerðingar hjá ríkisstarfsmönnum þrátt fyrir að álag á þá hafi aldrei verið meira," segir fjármálaráðuneytið.

Athugasemd fjármálaráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert