OR þröngur stakkur skorinn

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Erfið fjárhagsstaða Orkuveitunnar hlýtur að hefta nýfjárfestingar á næstunni og gera henni illmögulegt að reiða af hendi háar arðgreiðslur til eiganda síns, Reykjavíkurborgar.

Fyrirtækinu er mjög þröngur stakkur skorinn á næstunni, nema nýtt eigið fé verði sett inn í fyrirtækið eða krónan styrkist verulega. Þegar litið sé aðeins fram í tímann hljóti slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins að varpast yfir í orkuverð til almennra notenda.

Þetta kemur fram í óbirtri greiningu greiningardeildar Arion banka á fjárhagsstöðu fyrirtækisins.

„Hvorugt virðist mjög líklegt til skamms og meðallangs tíma. Að því gefnu þarfnast það skýringa hvernig félagið geti eitt og óstutt komið metnaðarfullum áætlunum um nýfjárfestingar og áframhaldandi vöxt í framkvæmd með aukinni skuldsetningu. Aukinheldur er ómögulegt að skilja hugmyndir um arðgreiðslu frá fyrirtækinu til eigenda í ljósi stöðu þess. Ekki verður annað séð en að OR muni eiga fullt í fangi með endurfjármögnun útistandandi lána, hvað þá ef kemur til aukinnar lántöku,“ segir meðal annars í greiningunni.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert