Kvóti Íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum í ár er 238 þúsund tonn, en útgerðarmenn hafa heimild til að veiða allt að 10% af kvóta næsta árs.
Margir munu hafa nýtt sér þá heimild því í ár eru íslensk skip búin að veiða um 260 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld.
Verðmæti afla upp úr sjó gæti verið um átta milljarðar, en útflutningsverðmætið hátt í tvöfalt meira eða 14-15 milljarðar.
Hákon EA kom til Reykjavíkur í gær að lokinni síldarvertíð og ekki er ljós hvað tekur við hjá skipverjum. 24 manns eru um borð hverju sinni, en tvær áhafnir eru ráðnar á skipið.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.