Þingmenn Hreyfingarinnar fordæma þau vinnubrögð sem þau segja tölvupóstsamskipti milli Mark Flanagan, fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Indriða H. Þorlákssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, þann 13. og 14. apríl 2009, vera til vitnis um.
Skora þau á þá sem ábyrgð bera í málinu að íhuga sína stöðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir
og Þór Saari hafa sent á fjölmiðla.