Íslenskur ljósmyndari verðlaunaður

Umfjöllunin á vef Telegraph. Þarna sést ljósmynd Braga J. Ingibergssonar.
Umfjöllunin á vef Telegraph. Þarna sést ljósmynd Braga J. Ingibergssonar.

Íslenskur ljósmyndari, Bragi J. Ingibergsson, hefur verið valinn stafrænn ljósmyndari ársins (e. Digital Camera Photographer of the Year) í keppni sem breska dagblaðið Telegraph styður. Hann hlaut viðurkenninguna fyrir ljósmynd sem hann tók af tveimur hestum í Hafnarfirði.

Myndin var tekin á Canon EOS 5D myndavél. Dómnefndin hrósar Braga í hástert fyrir myndina, en þeir segja að honum hafi tekist takist að gefa venjulegum atburði þýðingu og vægi. Myndin sé einföld og falleg.

Bragi hlaut einnig fyrstu verðlaun í flokknum „Planet Earth“.

Mynd Braga má sjá á vef Telegraph.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert