Lífeyrissjóðir stofna Framtakssjóð Íslands

Frá stofnfundi Framtakssjóðs Íslands.
Frá stofnfundi Framtakssjóðs Íslands. mbl.is/Golli

Full­trú­ar sex­tán líf­eyr­is­sjóða inn­an vé­banda Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða stofnuðu form­lega í dag Fram­taks­sjóð Íslands, nýtt fjár­fest­ing­ar­fé­lag sem ætlað er að taka þátt í og móta fjár­hags­lega og rekstr­ar­lega end­ur­reisn ís­lensks at­vinnu­lífs í kjöl­far falls fjár­mála­kerf­is­ins.

Stofn­end­ur hafa skuld­bundið sig til að leggja nýja fjár­fest­ing­ar­sjóðnum til um 30 millj­arða króna í hluta­fé. Enn er opið fyr­ir skrán­ingu hluta­fjár í sjóðnum.

Gert er ráð fyr­ir ný­fjár­fest­ing­um á veg­um sjóðsins næstu þrjú árin og að sjóður­inn verði starf­rækt­ur í alls sjö ár. Heim­ilt er að fram­lengja rekstr­ar­tím­ann í tvígang, í eitt ár í senn.

Á stofn­fund­in­um var kjör­in sjö manna stjórn Fram­taks­sjóðs Íslands. Hana skipa Ágúst Ein­ars­son, rektor Há­skól­ans á Bif­röst, Auður Finn­boga­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Kópa­vogs­bæj­ar, Bald­ur Þór Vil­hjálms­son, for­stöðumaður eign­a­stýr­ing­ar hjá Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins, Guðfinna Bjarna­dótt­ir, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, Ragn­ar Önund­ar­son, stjórn­ar­formaður Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna, Þorkell Sig­ur­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og þró­un­ar­sviðs Há­skól­ans í Reykja­vík, og Vil­borg Lofts, rekstr­ar­stjóri heil­brigðis­vís­inda­sviðs Há­skóla Íslands.

Vara­menn stjórn­ar eru Sig­ur­björn Sig­ur­björns­son, fram­kvæmda­stjóri Söfn­un­ar­sjóðs líf­eyr­is­rétt­inda, Ólaf­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Stafa líf­eyr­is­sjóðs, Helga Indriðadótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Al­menna líf­eyr­is­sjóðnum, og Kristján Örn Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins.

Stjórn­in kem­ur sam­an í fyrsta sinn fimmtu­dag­inn 10. des­em­ber og skipt­ir með sér verk­um. Gert er ráð fyr­ir að hún aug­lýsi inn­an tíðar starf fram­kvæmda­stjóra Fram­taks­sjóðs Íslands laust til um­sókn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka