Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, greiddi atkvæði gegn 1. grein frumvarps ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna.
Lilja sagðist taka þessa afstöðu á þeirri forsendu, að skuldahlutfall Íslands væri komið yfir 310% af vergri landsframleiðslu og miklar líkur væru á að þessar skuldir væru ekki sjálfbærar.