Netnotkun mest á Íslandi

Engir Evrópubúar eru jafn mikið á netinu og Íslendingar
Engir Evrópubúar eru jafn mikið á netinu og Íslendingar Reuters

Heimilum í ríkjum Evrópusambandsins sem eru með aðgang að neti hefur fjölgað úr 60% í 65% á einu ári, frá fyrsta ársfjórðungi 2008 til sama tímabils í ár. 56% heimila eru með nettengingu gegnum breiðband samanborið við 49% í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Hagstofu Evrópu um aðgang að netinu í ríkjum ESB. Þar kemur fram að á Íslandi og í Hollandi séu 90% heimila með aðgang að neti og er það hæsta hlutfallið í ríkjum Evrópu.

Í Búlgaríu eru einungis 30% heimila með aðgang að neti og í Serbíu eru 37% heimila með aðgang að netinu. Í Grikklandi og Rúmeníu er hlutfallið 38%.

Hvað varðar netaðgang í gegnum breiðband er hlutfallið hæst á Íslandi eða 87%. Svíar koma næstir með 80% og Hollendingar 77%.

Netnotkunin er hvergi jafn mikil og á Íslandi en hins vegar virðast Íslendingar heldur halda sig til hlés þegar kemur að innkaupum á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert