Bráðabirgðaniðurstaða eftirlitsstofnunar EFTA segir það hafi verið eðlileg ráðstöfun að beita neyðarlögum hér á landi í kjölfar bankahrunsins.
Í þessari bráðabirgðaniðurstöðu segir að það það að beita neyðarlögum hafi ekki verið óeðlileg ráðstöfun í ljósi aðstæðna til að forða algjöru hruni.
Þeir sem kvörtuðu til ESA vegna málsins geta borið fram kvartanir vegna úrskurðarins til 10. Janúar næstkomandi. Verði endanleg niðurstaða óbreytt verður ekki hægt að vísa málinu til EFTA dómstólsins.