Ögmundur sagði nei

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Kristinn

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, greiddi atkvæði gegn 1. grein frumvarps ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave. Sagðist hann mótmæla niðurstöðunni og því hvernig hún væri fengin.

Ögmundur sagði, að sumir segðu að Íslendingar væru sigruð þjóð og yrðu að horfast í augu við veruleikann, þar á meðal Icesave. Þetta væri skiljanlegt sjónarmið og kynni að vera raunsætt.

Hins vegar yrði að greina á milli mála sem allir ættu að standa saman um og þeirra sem eðlilegur ágreiningur væri um. Þetta hefði ekki tekist í Icesave-málinu, það væri ógæfa Íslendinga en jafnframt fælust í því sóknarmöguleikar ef menn gætu lært af því.

Þá sagðist Ögmundur alla tíð hafa verið ósáttur við að ríkisstjórnin tengdi líf sitt við tiltekna niðurstöðu í Icesave samningnum. Enn ósáttari hafi hann verið við vinnubrögðin, sem honum þætti of lík aðkomu fyrri ríkisstjórna en hann gæti sætt sig við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert