Sigraði í ljósmyndakeppni

Ljósmynd Sævars Geirs Sigurjónssonar, „Super Challenging“.
Ljósmynd Sævars Geirs Sigurjónssonar, „Super Challenging“.

Ljós­mynd Sæv­ars Geirs Sig­ur­jóns­son­ar „Super Chal­leng­ing“ sigraði í ljós­mynda­sam­keppni Evr­ópska Sund­sam­bands­ins (LEN) 2009. Verðlaun­in verða af­hent við hátíðlega at­höfn í tengsl­um við Evr­ópu­meist­ara­mótið í Tyrklandi en Sæv­ar fer þangað í boði LEN.

Íslend­ing­ar gera það gott í ljós­mynda­keppn­um þessa dag­ana því að Bragi J. Ingi­bergs­son, hef­ur verið val­inn sta­f­rænn ljós­mynd­ari árs­ins (e. Digital Ca­mera Photograp­her of the Year) í keppni sem breska dag­blaðið The Daily Tel­egraph styður.

Á vef sund­fé­lags­ins Óðins seg­ir um glæsi­leg­an ár­ang­ur Sæv­ars Geirs (sjá einnig):

„Eins og fram hef­ur komið sendi Sæv­ar inn 10 mynd­ir í keppn­ina. Al­menn­ingi gefst kost­ur á að greiða at­kvæði á net­inu og endaði „Super Chal­leng­ing“ , sem tek­in var á Gull­móti KR 2009, þar meðal efstu mynda. Dóm­nefnd LEN valdi hana síðan sem bestu mynd­ina, enda er hún hreint lista­verk.

Sæv­ar mun halda til Tyrk­lands 10. des­em­ber næst­kom­andi og veit­ir verðlaun­un­um viðtöku í hátíðar­kvöld­verði. Ekki verður þó skilið við málið án þess að geta þátt­ar Kar­en­ar Malmquist sem aðstoð hef­ur Sæv­ar með ýms­um hætti í tengsl­um við sam­keppn­ina og hvatt hann áfram.

Þeir sem fylg­ast hafa með sund­mót­um, bæði á Ak­ur­eyri og víðar, hafa vart kom­ist hjá því að taka eft­ir Sæv­ari á bakk­an­um. Ljós­mynd­un er áhuga­mál hans og ástríða og hef­ur hann komið sér upp afar full­komn­um Canon-ljós­mynda­búnaði.

Hann hef­ur verið óþreyt­andi að mynda á sund­mót­um og fleiri íþróttaviðburðum. Ljós­mynd­ir hans á Óðins-síðunni, og raun­ar hjá fleiri fé­lög­um, skipta orðið hundruðum. Sund­fé­lagið Óðinn er að von­um afar stolt af sín­um manni og send­ir hon­um af þessu til­efni inni­leg­ar ham­ingjuósk­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert