Styrkir Mænuskaðastofnun um þrjár milljónir

Auður Guðjónsdóttir, formaður Mænuskaðastofnunar Íslands, og Guðmundur Ö. Gunnarsson, forstjóri …
Auður Guðjónsdóttir, formaður Mænuskaðastofnunar Íslands, og Guðmundur Ö. Gunnarsson, forstjóri VÍS.

VÍS hef­ur veitt Mænuskaðastofn­un Íslands þriggja millj­óna króna styrk vegna und­ir­skrifta­söfn­un­ar stofn­un­ar­inn­ar. Hún fer nú fer fram á Norður­lönd­um í tengsl­um við áskor­un Mænuskaðastofn­un­ar á Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ina (WHO).

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. Þar seg­ir jafn­framt að stofn­un­in hafi hrint af stað aug­lýs­inga­her­ferð á Norður­lönd­um til að vekja at­hygli á því hve leit að lækn­ingu við mænuskaða miði hægt. Fólk sé hvatt til að skrifa und­ir áskor­un á WHO um að beita sér fyr­ir alþjóðlegu átaki til að leita að lækn­ingu á mænuskaða en mænuskaði kosti þjóðir heims tugi millj­arða króna ár­lega og valdi mik­illi mann­legri þján­ingu.

Aug­lýs­ing­ar stofn­un­ar­inn­ar verða birt­ar í þrjár vik­ur í sjón­varps­stöðvum á öll­um Norður­lönd­um  og hafa verið opnaðar síður á norður­landa­mál­un­um á heimasíðu stofn­un­ar­inn­ar www.isci.is þar sem sækja má upp­lýs­ing­ar um bar­áttu­mál Mænuskaðastofn­un­ar, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert