Styrkir Mænuskaðastofnun um þrjár milljónir

Auður Guðjónsdóttir, formaður Mænuskaðastofnunar Íslands, og Guðmundur Ö. Gunnarsson, forstjóri …
Auður Guðjónsdóttir, formaður Mænuskaðastofnunar Íslands, og Guðmundur Ö. Gunnarsson, forstjóri VÍS.

VÍS hefur veitt Mænuskaðastofnun Íslands þriggja milljóna króna styrk vegna undirskriftasöfnunar stofnunarinnar. Hún fer nú fer fram á Norðurlöndum í tengslum við áskorun Mænuskaðastofnunar á Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO).

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir jafnframt að stofnunin hafi hrint af stað auglýsingaherferð á Norðurlöndum til að vekja athygli á því hve leit að lækningu við mænuskaða miði hægt. Fólk sé hvatt til að skrifa undir áskorun á WHO um að beita sér fyrir alþjóðlegu átaki til að leita að lækningu á mænuskaða en mænuskaði kosti þjóðir heims tugi milljarða króna árlega og valdi mikilli mannlegri þjáningu.

Auglýsingar stofnunarinnar verða birtar í þrjár vikur í sjónvarpsstöðvum á öllum Norðurlöndum  og hafa verið opnaðar síður á norðurlandamálunum á heimasíðu stofnunarinnar www.isci.is þar sem sækja má upplýsingar um baráttumál Mænuskaðastofnunar, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka