Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, greiddi atkvæði með 1. grein Icesave-frumvarpsins í dag. Hann greiddi hins vegar atkvæði gegn frumvarpi, sem Alþingi afgreiddi í sumar.
Þráinn sagðist ekki líta svo á, að verið væri að skrifa lokakaflann í Icesave-sögunnar í dag. Tími væri kominn til að slá skjaldborg um fjölskylduna og fólkið í landinu og liggja ekki lengur í skotgröfunum á Alþingi.