Alls fengu tíu flóttamenn hæli á Íslandi en 65 sóttu um slíkt hæli á síðasta ári. Ríki Evrópusambandsins veittu 76.320 flóttamönnum hæli á síðasta ári, samkvæmt nýrri skýrslu frá Hagstofu Evrópu. Alls sóttu 281.120 manns um hæli í ríkjum ESB á síðasta ári. Flestir þeirra sem fengu hæli í ríkjum ESB koma frá Írak en á Íslandi koma flestir frá Rússlandi og Sri Lanka.
Flestir fengu hæli í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi og Svíþjóð.