Töluðu í 102 klukkustundir

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Ómar

Önnur umræða um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna, sem lauk í dag, stóð yfir í 102 klukkustundir og fjórar mínútur, sem er met. Alls voru fluttar 368 þingræður sem stóðu yfir í 3139 mínútur. Athugasemdir og andsvör voru alls 2050 talsins, en þær stóðu yfir í 2959 mínútur.

Meðallengd þingræðu var átta og hálf mínúta og athugasemdir 1,4 mínútur. Þingfundirnir voru alls 12, en önnur umræða hófst 19. nóvember sl.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, talaði lengst allra eða í 406 mínútur. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom fast á hæla Gunnars með 405 mínútur.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, (fyrir miðju) sést hér á …
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, (fyrir miðju) sést hér á þingi. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert