32.000 skora á forsetann

Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussiaeff
Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussiaeff mbl.is/Frikki

Um 32.000 manns höfðu í gærkvöldi skorað á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja nýjum Icesave-lögum staðfestingar á vef InDefence-hópsins, www.indefence.is.

Alls voru 227.896 á kjörskrá í alþingiskosningunum í apríl sl. og hafa því um 14,5% atkvæðisbærra manna skorað á forseta lýðveldisins.

Söfnuninni var hleypt af stokkunum miðvikudagskvöldið 25. nóvember og skrifuðu 7.000 manns undir á einum og hálfum sólarhring.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert