Aðeins ál frá Íslandi í Masdar

Masdar borg í Abu Dhabi á að verða algerlega laus …
Masdar borg í Abu Dhabi á að verða algerlega laus við losun gróðurhúsalofttegunda.

Aðeins má nota ál frá Íslandi í framkvæmdum, sem standa yfir í borgarhverfinu Masdar í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ástæðan er sú, að íslenska álið framleitt með raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum en Masdar á að verða algerlega umhverfisvæn og laus við losun gróðurhúsalofttegunda. 

Þetta kom fram í erindi Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings hjá Reykjavik Geothermal, á haustþingi Jarðhitafélagsins í gær en fyrirtækið vinnur að nýtingu jarðhita fyrir Masdar. Borgarhverfið á að vera kolefnishlutlaust og úrgangslaust en auk sólarorku hyggjast forsvarsmenn verkefnisins nýta þar jarðhita, einkum til að knýja kælikerfi borgarinnar.

Fjallað er um erindi Gríms á vef Samorku en í máli hans kom fram, að  svo ströngum reglum er fylgt við byggingu borgarinnar, að fyrirtækið má ekki nota þar ál, til dæmis í skiltagerð, nema það sé frá Íslandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert