Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í dag samhljóða tillögu Vinstri grænna um að fjölgað verði í Barnvernd Reykjavíkur. Tillagan var fyrst lögð fram af Þorleifi Gunnlaugssyni, borgarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, í borgarráði en síðan vísað til Velferðarráðs þaðan sem hún var afgreidd í dag.
Í tillögunni felst að „fjölgað verði í Barnavernd Reykjavíkur um eitt stöðugildi lögfræðings og tvö stöðugildi félagsráðgjafa“. Tillögunni er vísað til sviðsstjóra Velferðarsviðs til frekari útfærslu, að því er segir í tilkynningu frá VG.