Fylgjast með áhrifum efnahagsþrenginga á heilsu

Landlæknisembættið hefur gripið til sérstakra ráðstafana til að fylgjast með áhrifum efnahagsþrenginga á heilsu og velferð landsmanna og  aðgerða þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu.

Landlæknisembættið hefur sent heilbrigðisráðuneytinu greinargerð varðandi ráðstafanir stofnana í heilbrigðisþjónustu vegna hagræðingar á þessu ári. Embættið mun nú í desember óska eftir upplýsingum um aðgerðir stofnana vegna frekari niðurskurðar á árinu 2010. Þá mun heilbrigðisráðuneytið fá sérstaka greinargerð um mönnun á hjúkrunarheimilum nú í desember.

Hefur embættið sent frá sér skýrslu um eftirlit með heilbrigðisþjónustu.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert