Jafngildir 1.100 milljörðum fyrir Íslendinga

Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson mbl.is

Krist­inn H. Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, seg­ir í pistli á vefsíðu sinni að bráðabirgðaniðurstaða ESA, Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA, jafn­gildi um 1.100 millj­örðum króna fyr­ir Íslend­inga.

„ESA tel­ur að neyðarlög­in brjóti ekki í bága við ákvæði EES samn­ings­ins. Þessi niðurstaða er um 600 millj­arða króna virði fyr­ir ís­lenska skatt­greiðend­ur. Fyr­ir­sjá­an­legt er að ESA telji að sama ábyrgð verði að vera á öll­um inn­stæðum í Lands­bank­an­um óháð þjóðerni eig­and­ans og óháð því í hvaða úti­búi bank­ans pen­ing­arn­ir voru vistaðir. Í Ices­a­ve sam­komu­lag­inu greiðir ís­lenska ríkið aðeins lág­marks­trygg­ing­una. Það mun­ar um 520 millj­örðum króna á því og öll­um inn­stæðunum.
Það má því segja að bráðabirgðaálit ESA jafn­gildi um 1100 millj­örðum króna fyr­ir Íslend­inga,“ seg­ir Krist­inn H. Gunn­ars­son í pistli á vefsíðu sinni, www.krist­inn.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert