Meirihluti vill kjósa um Icesave

Um 70%  svarenda í könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið vilja að forseti Íslands synji nýjum Icesave-lögum staðfestingar og vísi þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá telur 61,4% svarenda að breytingarnar, sem gerðar voru á fyrirvörunum við ríkisábyrgðina vegna Icesave frá því að ábyrgðin var síðast samþykkt af Alþingi, hafi verið til hins verra fyrir Ísland.

Svarendur í könnuninni voru 924 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára og voru þeir valdir handhófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert