Ferjan Norræna, sem siglir reglulega milli Færeyja, Íslands og Danmerkur, hefur nú fengið nýtt hlutverk um tíma en hún er notuð sem hótelskip í Kaupmannahöfn þar sem umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur yfir.
Færeyska blaðið Sosialurin segir á fréttavef sínum, að aldrei áður hafi gestir af jafnmörgum þjóðernum verið um borð í skipinu í einu. Um er að ræða sendimenn, fulltrúa hagsmunasamtaka, blaðamenn og aðra sem tengjast ráðstefnunni.
Sérstakt Færeyjakvöld verður um borð í skipinu 18. desember, lokadag ráðstefnunnar, og munu þá færeyskir listamenn skemmta gestum.