Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar fyrir endanlega afgreiðslu frumvarpsins um Icesave-samkomulagið umdeilda.
Málið er nú hjá fjárlaganefnd og þrátt fyrir miklar annir hjá nefndinni stefnir ríkisstjórnin á að frumvarpið verði að lögum fyrir jól.
Steingrímur leggur áherslu á að verið sé að vísa „þaulkönnuðu“ máli til nefndar. Óskum stjórnarandstöðu verði mætt innan „hóflegra marka“. Frumvarpið var afgreitt úr 2. umræðu í gær og greiddu 32 þingmenn atkvæði með því en 29 atkvæði gegn því.
Sjá nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.