Borgarahreyfingin hefur ráðið Tryggva Haraldsson, 28 ára stjórnmálafræðing sem framkvæmdastjóra. Tryggvi verður þar með fyrsti formlegi starfsmaður Borgarahreyfingarinnar. Borgarahreyfingin fékk fjóra menn kjörna á þing í síðustu alþingiskosningum en þeir hafa allir yfirgefið Borgarahreyfinguna. Þrír þeirra eru nú þingmenn Hreyfingarinnar en einn er utan flokka.
Staðan var auglýst í nóvember og sóttu 9 um starfið. Tryggvi lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 2001, BA. prófi í stjórnmálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands 2006 og stundar nú Meistaranám í Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst.