Ráðinn framkvæmdastjóri Borgarahreyfingarinnar

Tryggvi Haraldsson framkvæmdastjóri Borgarahreyfingarinnar
Tryggvi Haraldsson framkvæmdastjóri Borgarahreyfingarinnar

Borgarahreyfingin hefur ráðið Tryggva Haraldsson, 28 ára stjórnmálafræðing sem framkvæmdastjóra.  Tryggvi verður þar með fyrsti formlegi starfsmaður  Borgarahreyfingarinnar. Borgarahreyfingin fékk fjóra menn kjörna á þing í síðustu alþingiskosningum en þeir hafa allir yfirgefið Borgarahreyfinguna. Þrír þeirra eru nú þingmenn Hreyfingarinnar en einn er utan flokka.

Staðan var auglýst í nóvember og sóttu 9 um starfið.  Tryggvi lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 2001, BA. prófi í stjórnmálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands 2006 og stundar nú Meistaranám í Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert