Siv pöruð út á móti Helga

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­manna tók þá ákvörðun í fyrra­dag að para þing­mann út  á móti Helga Hjörv­ari, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve sem fram fór á Alþingi í gær. Það kom í hlut Si­vj­ar Friðleifs­dótt­ur. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá þing­flokks­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Fram kem­ur að þetta sé gert í sam­ræmi við venj­ur og siði sem tíðkast hafi á Alþingi í mik­il­væg­um at­kvæðagreiðslum um langt skeið. Þing­menn séu paraðir út svo valda­hlut­föll rask­ist ekki ef um lög­mæt for­föll þing­manna sé að ræða.

„Vegna reglna Alþing­is eru ekki kallaðir inn vara­menn nema þing­menn for­fall­ist í marga daga. Helgi Hjörv­ar sinnti í gær skyldu­störf­um sem þingmaður er­lend­is. Ef ekki hefði verið parað út á móti Helga hefði för hans verið af­lýst. Eru mörg dæmi um að þing­menn annarra flokka hafa verið paraðir út á móti þing­mönn­um fram­sókn­ar­manna þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur verið í rík­is­stjórn. Afstaða Si­vj­ar Friðleifs­dótt­ur og annarra í þing­flokki fram­sókn­ar­manna  í Ices­a­ve­mál­inu er skýr, eins og marg oft hef­ur komið fram á Alþingi og mun koma fram við 3. umræðu máls­ins, loka­at­kvæðagreiðslu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Gunn­ars Braga Sveins­son­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert