Auglýsingaöflun RÚV kostar 336 milljónir á ári

Sölukostnaður við öflun auglýsinga þar á bæ nam 336 milljónum króna árið 2008. Að sögn Bjarna Kristjánssonar, fjármálastjóra RÚV er kostnaðurinn tilkominn vegna nokkurra samsettra liða, þannig falli til um 75 milljónir vegna afnotagjaldadeildar, sem nú hefur verið lögð niður með tilkomu nefskatts. Um 100 milljónir falli til vegna gerðar kynningarefnis og auglýsinga á dagskrá RÚV og aðrar 100 milljónir vegna söludeildarinnar sjálfrar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert