Um 15 þúsund öryrkjar

Alls eru um fimmtán þúsund öryrkjar á Íslandi
Alls eru um fimmtán þúsund öryrkjar á Íslandi mbl.is/Golli

Á síðustu 10 árum hefur einstaklingum sem ekki  taka þátt á vinnumarkaði vegna skertrar starfsgetu fjölgað mikið. Fjöldi örorkulífeyrisþega er um 15.000 og hefur fjölgað um ríflega 6.000 manns á síðustu 10 árum. Kostnaður samfélagsins vegna þessa nemur tugum milljarða króna á ári auk þess sem lífsgæði hjá viðkomandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra eru skert.

Kostnaður á vinnumarkaði vegna veikinda og slysa nemur að auki milljörðum króna á ári en draga má verulega úr þessum kostnaði með stjórnun og fyrirbyggjandi aðgerðum.  

Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Starfsendurhæfingarsjóðs, sem birt er á vef sjóðsins. Hún bendir jafnframt á að greiðslur Tryggingastofnunar vegna örorkulífeyris námu 17,2 milljörðum króna á árinu 2008 og lífeyrissjóðanna um 8,4 milljörðum, sem er um 17% af heildargreiðslum þeirra til lífeyrisþega.  „Það er því hagsmunamál einstaklinga, atvinnurekenda og samfélagsins í heild að snúa þessari þróun við. Rannsóknir hafa sýnt að öflug starfsendurhæfing skilar verulegum ávinningi - bæði fjárhagslegum og ekki síst í betri lífsgæðum þátttakenda," segir Vigdís m.a. í greininni, en vísað er í greinina á vef Samtaka atvinnulífsins.

Sjá greinina í heild
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert