Unglingar í innbrotum

Úr Vaglaskógi.
Úr Vaglaskógi. mbl.is/Skapti

Lögreglan á Akureyri hefur upplýst innbrot sem framið var í september í verslunina í Vaglaskógi í Fnjóskadal. Reyndust fjórir drengir á aldrinum 17-19 ára hafa verið að verki.

Stolið var talsverðu af sælgæti, gosi, drykkjarvörum og ýmsum smáhlutum úr versluninni og einnig voru unnar nokkrar skemmdir á húsnæðinu.

Lögreglan hefur einnig upplýst tvö innbrot í fyrirtækið Verkval á Akureyri sem framin voru í nóvember.  Þar voru þrír drengir, einnig á aldrinum 17-19 ára, að verki. Einn þeirra var einnig viðriðinn innbrotið í Vaglaskógi.

Í Verkvali var stolið ýmsum verkfærum, tölvubúnaði og ýmsu smádóti svo sem fjarðstýrðum leikfangabílum. Einnig voru unnar nokkrar skemmdir á hurðum, gluggum og tölvubúnaði. Allir hafa þessi piltar komið við sögu lögreglu áður.

Lögreglan á Akureyri hefur þar með upplýst 31 innbrots- og þjófnaðarmál á s.l. þremur vikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert