Bílvelta á Eyrarbakkavegi

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum við framúrakstur á Eyrarbakkavegi …
Ökumaður missti stjórn á bíl sínum við framúrakstur á Eyrarbakkavegi á fimmta tímanum í dag. mbl.is/Guðmundur Karl

Betur fór en á horfði þegar ökumaður pallbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni skömmu fyrir klukkan hálf fimm í dag og endaði endaði úti í skurði á Eyrarbakkavegi. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var ökumaður pallbílsins að taka fram úr öðrum bíl þegar hann missti stjórn á bíl sínum vegna hálku og rann út af veginum öfugt miðað við akstursstefnu og lagðist á hliðina í skurði. 

Í fyrstu var óttast að ökumaður væri fastur í bílnum og að beita þyrfti klippum til að ná honum út, en svo reyndist ekki vera. Ökumaðurinn var fluttur á Heilsugæslu Suðurlands til aðhlynningar, en talið var að meiðsl mannsins væru minniháttar. Að sögn lögreglunnar er pallbifreiðin talin óökufær með öllu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert