Fjórir buðu í friðað hús

Gamli barnaskólinn er eina friðaða húsið á Hólmavík.
Gamli barnaskólinn er eina friðaða húsið á Hólmavík. mynd/bb.is

Fjögur tilboð bárust í Gamla barnaskólann að Kópnesbraut á Hólmavík en hann var auglýstur til sölu í haust. Gamli skólinn var byggður árið 1913 og er eina friðaða húsið á Hólmavík, en er mjög farinn að láta á sjá.

Friðunin nær til ytra borðs hússins og ber kaupanda að koma því í upprunalegt horf en er heimilt að innrétta bygginguna eftir sínu höfði.

Hæsta tilboð nam 850 þúsund krónum en það lægsta 110 þúsund krónum. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt að taka hæsta tilboði sem Atli Már Atlason og Ragnheiður H. Guðmundsdóttir áttu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert