Jólaþorp var formlega opnað á svonefndum Hljómalindarreit við Laugaveg í dag. Þar hefur verið komið fyrir skreyttum tréhúsum og tjöldum og munu skemmtikraftar, skáld, tónlistarmenn, uppistandarar og jólasveinar koma þar fram næstu vikur eða til jóla.
Í sölutjöldum verður m.a. á boðstólum íslensk hönnun og heimilisiðnaður, ýmislegt góðgæti, jólatré , skreytingar, skartgripir o.fl.
Þorpið verður opið alla daga frá 13-18 og lengur er nær
dregur jólum, en verslanir í miðborginni verða opnar frá kl. 10-22 alla daga fram að jólum og til kl. 23 á Þorláksmessu.